Julian Cribb er sérfræðingur í miðlun vísindalegrar þekkingar og hefur skrifað mikið um fæðuöryggi heimsins sem hann segir fara dvínandi ár frá ári. Eftirspurn eftir mat á heimsvísu sé við það að verða meiri en framboð og þetta muni ágerast ár frá ári. Tvöfalda þurfi matvælaframleiðslu heimsins á næstu 50 árum og við loftslagsbreytingum verði þekking Íslendinga á búskap á erfiðum landsvæðum mikilvæg og jafnvel útflutningsafurð.
Í samtali við Fréttablaðið telur Cribb Íslendinga eiga mikil tækifæri vegna þessa.
Frétt og heimildir eru hér.